SKAFTFELL
Miðstöðin var formlega opnuð árið 1998 og er starfsemin tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi í formi sýningarhalds, reksturs gestavinnustofu og fræðslustarfs.
Í Skaftfelli er listamannaíbúð á efstu hæði fyrir gestalistamenn Skaftfells; á annarri hæð er sýningarsalur og skrifstofa, á jarðhæðinni er Skaftfell bistró. Þar eru verk Dieter Roth og Björn Roth til sýnis á austurvegg og á Vesturvegg Skaftfell bistró eru settar upp tímabundnar sýningar listamanna af svæðinu og gestalistamanna Skaftfells.
Skaftfell
Austurvegur 42, Seyðisfjörður
www.skaftfell.is